Uppskriftin að töfraköku Bjarna Ben afhjúpuð

Það allra sniðugsasta sem við höfum séð í kosningabaráttunni hingað til er Kjóstu rétt með Heimkaup þar sem forsvarsmenn stjórnmálaflokkanna deila uppskrift sem endurspeglar að einhverju leiti gildi flokksins og helstu stefnumál.

Bjarni Ben ákvað að skella í eina góða klassíska köku eins og honum einum er lagið en hann er þekkur fyrir afburðar takta í kökubakstri og skreytingum. Uppskriftina segir hann komna frá Evu Laufeyju en Bjarni er maður stöðugleikans og stöðugleikinn í kökunum er eðli málsins samkvæmt súkkulaðikakan. Segir sig allt sjálft.

Stöðugleikakaka Bjarna Ben

Botninn

 • 3 bollar hveiti
 • 2 bollar sykur
 • 4 egg
 • 2 bollar AB mjólk
 • 1 bolli bragðlítil olía
 • 6 msk kakó
 • 2 tsk. lyftiduft
 • 1 tsk. matarsódi
 • 2 tsk. vanilludropar

Smjörkremið

 • 500 g smjör
 • 500 g flórsykur
 • 150 g suðusúkkulaði
 • 3 msk kakó
 • 1 msk uppáhellt kaffi (má sleppa)
 • 2 tsk vanilludropar
 • 1 eggjarauða

Aðferð

Botninn

 1. Setjið þurrefnin í skál og blandið saman með trésleif
 2. Bætið AB mjólkinni, olíunni og vanilludropunum saman við og hrærið mjúklega saman
 3. Gott er að láta þetta aðeins í hrærivél ef slík græja er til

Smjörkremið 

 1. Hafið smjörið við stofuhita.
 2. Blandið saman smjöri, flórsykri og kakói, það er ágætt að gera þetta í höndunum, bara passa að smjörið sé mjúkt þegar byrjað er. 
 3. Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni og pískið eggjarauðuna aðeins svo þær verði léttar og loftkenndar.
 4. Blandið eggjarauðunni og suðusúkkulaðinu varlega saman við þurrefnin.
 5. Að lokum fer kaffið í skálina ásamt vanilludropum.

Skreyting

Hér er komið að því að virkja hugmyndir og sköpunargleði. Hið besta í samfélaginu verður ekki sett í uppskrift - heldur fær einstaklingsframtakið að njóta sín.

Uppskrift: Bjarni Ben

Bjarni Ben við tökur á Blindum bakstri.
Bjarni Ben við tökur á Blindum bakstri.
mbl.is