Herrakvöld á Fiskmarkaðnum

Þann 30. september verður haldið Herrakvöld á Fiskmarkaðinum í samstarfi við Madison Ilmhús. Boðið verður í ferðalag um undraheima ilmanna, kynntar aldagömlar hefðir jafnt og framúrstefnulegri nálgun við ilmvatnsgerð.

Upplifun á ilmum og viskí er nátengd og verður gestum boðið að upplifa flóknar og ólíkar bragðnótur og leita að samsvörun í ilmpallettu Ilmhússins.

Starfsmenn frá Globus munu fræða gesti um viskí og bjóða upp á smakk hjá Madison.

Þaðan verður farið yfir á Fiskmarkaðinn þar sem smakkað verður japanska vískíið Nikka. Þar næst hefjum við leikinn á blöndu af þeirra vinsælasta sushi fyrir allt borðið til að deila.

Í aðalrétt er svo robata grillað nauta ribeye ásamt stökkum hvítlaukskartöflum, kirsuberjatómötum og chili bernaisesósu.

Í lok kvöldsins verður röllt aftur yfir í Madison þar sem smakkað verður á síðasta viskí kvöldins ásamt eftirréttamola.

Það er talsvert um að vinahópar séu að fara saman út og okkur langaði að gera öðruvísi upplifun sem myndi skilja eftir sig skemmtilega minningu. Að fara í Madison og fá leiðsögn um ilmi finnst mér svo skemmtilegt og ég held að strákar geri ekki nóg af því svo þessi hugmynd kom upp með viskí og ilmi því það er margt sameiginlegt þar.

Svo þarf auðvitað að borða geggjaðan mat með þessu svo ég held að þetta sé fullkomin uppskrift af kvöldi í bænum,“ segir Hrefna Sætran, eigandi Fiskmarkaðarins um herrakvöldið en mikil ásókn var í sambærilegt kvennakvöld.

Allar nánari upplýsingar eru á FB síðu Fiskmarkaðarins og á Dineout.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert