Októberfestið hefst á morgun

Októberfest í Mathöll Höfða hefst á morgun og það má búast við miklu fjöri. Bjór verður á tilboði, tónlistarmenn spila og allskonar skemmtilegt í gangi. Það er því ekki seinna vænna að taka forskot á sæluna og skella sér í Mathöll Höfða um helgina. Í Mathöll Höfða er að finna tíu frábæra veitingastaði á borð við Gastro Truck, Wokon og Indican.

mbl.is