Sænskar ryksugur eins og í IKEA

Ljósmynd/María Gomez

„Svona ryksugur hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér og keypti ég mér alltaf pakka af þeim þegar ég fór í IKEA, nema nú er það ekki lengur hægt,“ segir María.

„Vegna mikils söknuðar ákvað ég að gera svona sjálf og er óhætt að segja að þær hafi notið mikilla vinsælda hjá heimilisfólkinu. Mér hefur alltaf fundist þær minna mig á kókoskúlur úr bakaríi húðaðar marsípani, og því ákvað ég að hafa fyllinguna þannig. Útkoman var lýgilega lík bitunum í Ikea og virkilega góð. Ég mæli með að þið prófið þessa enda vel þess virði.“

Sænskar ryksugur eins og í Ikea

Fylling
 • 125 g smjör
 • 100 g MUNA-hafrar (ekki trölla)
 • 50 g MUNA-kókosmjöl
 • 75 g MUNA-hrásykur
 • 30 g MUNA-kakó
 • 1 tsk. vanilludropar
 • 1 tsk. rommdropar
 • ½ tsk. fínt salt

Marsípan utan um

 • 110 g MUNA-hrásykur
 • 200 g MUNA-möndlur
 • 1 eggjahvíta
 • pínu salt
 • ½ tsk. möndludropar
 • grænn og gulur matarlitur

Súkkulaðihúð

 • ½ dl MUNA bragð- og lyktarlaus kókosolía
 • ½ dl MUNA-kakó
 • 2,5 msk. MUNA-agavesíróp

Aðferð

Fylling

1. Mýkið smjörið með því að setja það í örbylgju eins og í 20 sek.

2. Setjið svo allt saman í skál og hnoðið vel saman eins og þegar eru gerðar kókoskúlur

Marsípan utan um

1. Byrjið á að setja hrásykurinn í blender (helst í svona glasi ef þið eigið) og malið þar til verður fínn, næstum eins og flórsykur og leggið til hliðar

2. Setjið svo möndlur í matvinnsluvél eða blandara og malið þar til eru orðnar að fínu dufti en ekki of lengi samt

3. Setjið næst sykurinn og allt hitt hráefnið sem á að fara í marsípanið saman við og blandið þar til er orðið að fínu grænu marsípani

Súkkulaðihúð

1. Bræðið olíu með lokinu á undir vatnsbaði og hellið í skál

2. Setjið agave og kakó saman við og hrærið vel saman þar til er orðið að silkimjúku súkkulaði og leggið til hliðar

Samsetning

1. Breiðið út filmu á brauðbretti og setjið fyllinguna á í lengju, gott er að gera þetta í tveimur til þremur pörtum, þ.e setja ½ eða 1/3 fyllingu á í einu

2. Lokið filmunni og rúllið á brettinu þar til verður svona mjó lengja eins og ormur, bara smá þykkari

3. Fletjið næst út ½ eða 1/3 af marsípani (gott er að setja smá spelt eða hveiti undir það svo festist ekki og á kökukeflið líka

4. Leggið svo fyllinguna ofan á endann á marsípaninu öðrum megin og rúllið upp þar til marsípanið nær hringinn og skerið þá afgangsmarsípan frá

5. Endurtakið þar til fylling og marsípan hafa klárast

6. Skerið svo í eins og 5 cm bita og dýfið hvorum endanum ofan í súkkulaðið, mér finnst best að byrja á að dýfa öðrum endanum og láta storkna smá og dýfa svo hinum

7. Það má líka bræða 70% súkkulaði í staðinn fyrir að gera súkkulaðið frá grunni og dýfa í ef þið kjósið frekar

8. Mér finnst síðan best að geyma bitana í frysti eða kæli og borða þá kalda

Ljósmynd/María Gomez
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »