Svona breytir þú 5000 krónum í 8000 krónur

Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna.
Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna. Eggert Jóhannesson

Gleðipinnar, sem reka meðal annars American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox og Keiluhöllina, ætla að verðlauna viðskiptavini sem nýta Ferðagjöfina.

Ferðagjöfin rennur út eftir viku og þess vegna ætlum við að gefa 1000 manns sem nýta hana hjá Gleðipinnum 3000 gleðikrónur. Við dreifðum þremur milljónum gleðikróna í þúsund seðlum jafnt á milli allra veitingastaðanna okkar. Þegar viðskiptavinur nýtir Ferðagjöfina á einum þeirra fær hann afhentar 3000 Gleðikrónur að launum svo lengi sem birgðir endast,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson (Jói) talsmaður Gleðipinna.

Gleðikrónurnar eru gjaldmiðill í formið peningaseðla sem gilda á öllum stöðum Gleðipinna og renna aldrei út. Gleðipinnastaðirnir eru American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Djúsí, Eldsmiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan.

mbl.is