Frábær aðferð til að þrífa skítuga skó

Hér er snilldar aðferð til að pússa skítuga skó.
Hér er snilldar aðferð til að pússa skítuga skó. mbl.is/

Það er sannarlega tími til að draga fram vetrarskóna ef marka má veðurspána. Hér er stórkostleg aðferð til að þrífa skítuga skó sem þurfa að komast aftur í notkun.

Það er óþarfi að henda góðum skóm, þó að þeir hafi fengið nokkra bletti á sig. Og það eru eflaust margir sem eiga eitt eða tvö pör inn í skáp sem þurfa á smá yfirhalningu á að halda. Hér er aðferð sem vert er að prófa til að fá skóna til að glansa á ný.

  • Nóg af hvítu ediki í skál.
  • 2-3 dropa af uppþvottalegi.
  • Bleytið míkrófíberklút upp úr blöndunni og nuddið skóna léttilega til að þrífa þá.
  • Notið hárblásara til að þurrka skóna (hafið stillt á lágan hita).
  • Skórnir eiga að vera sem nýir.
Hér má sjá hvernig ofangreind aðferð hefur virkað á skítuga …
Hér má sjá hvernig ofangreind aðferð hefur virkað á skítuga skó. Mbl.is/@carolina.mccauley
mbl.is