Einfalt haustpasta að ítölskum hætti

Nýjar ítalskar sælkeravörur hafa ratað til landsins.
Nýjar ítalskar sælkeravörur hafa ratað til landsins. Mbl.is/Made by mama

Nýjar ítalskar sælkeravörur hafa ratað til landsins ef marka má nýjustu fréttir. Hér um ræðir hágæða vörur þar sem öll innihaldsefni eru handvalin og í hæsta gæðaflokki beint frá bónda.

Fyrirtækið heitir „Made by mama“ og er fjölskyldurekið með sögu. Það voru dönsku hjónin Anna og Morten sem fluttu úr borgarlífinu í heimalandi sínu og í friðsælu ítölsku sveitina þar sem þau kynntust ítalskri matargerð af alvöru. Made by Mama er í einu og öllu ástríða, gæði og virðing fyrir handbragði fagmanna og eru vörurnar fáanlegar HÉR.

Einfalt haustpasta að ítölskum hætti 

  • 320 g pasta Trenette
  • 2 msk pasta kryddblanda
  • 7msk ólífuolía
  • Parmesan ostur

Aðferð:

  1. Sjóðið pasta með salti.
  2. Blandið olíu og kryddblöndu saman í framreiðslufati eða skál.
  3. Þegar pastað er al dente er það sett út í olíukryddblönduna og öllu blandað saman.
  4. Toppið með nóg af parmesan osti.
mbl.is