Morgunverðurinn sem gælir við bragðlaukana

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér er enginn kreppumorgunverður á ferðinni heldur rjómaþeytt grísk jógúrt sem ætti að vera nóg til að einhver hjörtu taki kipp.

Það er engin önnur en Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn af þessari snilld.

Rjómaþeytt jógúrt

Uppskrift dugar í 4-8 skálar/glös (eftir stærð)

 • 500 g grísk jógúrt frá Gott í matinn
 • 350 ml rjómi frá Gott í matinn
 • 4 msk. hlynsíróp
 • 2 tsk. vanilludropar
 • ¼ tsk. salt

Aðferð:

 1. Setjið allt saman í hrærivélarskálina.
 2. Blandið fyrst varlega saman og aukið síðan hraðann og þeytið þar til topparnir halda sér og blandan þykknar upp að nýju.
 3. Skiptið niður í skálar eða glös, kælið og toppið með einhverju gómsætu (hugmynd hér að neðan).

Toppur uppskrift

 • Granóla
 • Jarðarber
 • Bláber
 • Saxað dökkt súkkulaði
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is