Yfirburða smekklegt matarstell frá MENU

Svart og lekkert! Matarstell frá MENU sem setur sinn svip …
Svart og lekkert! Matarstell frá MENU sem setur sinn svip á matarborðið. Mbl.is/MENU

Við elskum fátt meira en fallegan borðbúnað – því það er nú oftast þannig að borðbúnaðurinn er stjarnan á matarborðinu strax á eftir matnum.

Og hér sjáum við „The New Norm Dinnerware Collection“, sem er síbreytileg röð af borðbúnaði undir norrænum áhrifum. Hér skín skandinavískur einfaldleikinn í gegn, en hönnunin er í höndum Norm arkitekta. Þeir hönnuðu matarstellið fyrir opnun veitingarstaðarins Høst í Kaupmannahöfn sem hefur fengið mikið lof frá gestum. Matarstellið er nú fáanlegt fyrir almenning til að hafa heima hjá sér, en það er smekkfólkið hjá MENU sem framleiða stellið.

Nýjar skálar á fæti í tveimur litum.
Nýjar skálar á fæti í tveimur litum. Mbl.is/MENU

Matarstellið má finna í tveimur útfærslum, þá annarsvegar með svörtum gljáa eða með rauðum gljáa – hvort um sig virkar vel eitt og sér, eða það má auðveldlega blanda litunum saman. En það er gljáinn sem gefur póstulíninu forvitnilega áferð sem vekur athygli og færir glamúrinn á borðið.

Nú voru að bætast við nýjar vörur í safnið, svona rétt til að fullkomna borðhaldið. Hér um ræðir skálar á fæti, diskar og bollar. Allt yfirburða smekklegt og smart eins og myndirnar sýna sem fylgja hér með.

Matarstellið er hannað af Norm arkitektum.
Matarstellið er hannað af Norm arkitektum. Mbl.is/MENU
Mbl.is/MENU
Mbl.is/MENU
Mbl.is/MENU
Mbl.is/MENU
mbl.is