Magnaður árangur Íslands í Bocuse d'Or

Sigurður Laufdal náið fjórða sæti sem er mikið afrek.
Sigurður Laufdal náið fjórða sæti sem er mikið afrek. Kristinn Magnúsosn,Kristinn Magnússon

Tilkynnt var nú fyrir skemmstu að Ísland hefði náð fjórða sæti á Bocuse d'Or, sem er algjörlega magnaður árangur. Í fyrsta sæti voru Frakkar, Danir í öðru, Norðmenn í því þriðja og þremur stigum neðar var íslenska liðið.

Alls kepptu 24 lönd til úrslita í keppninni, sem er ein sú virtasta í heimi. Ísland hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár og heldur áfram á þeirri braut.

Matarvefur mbl.is óskar Sigurði Laufdal og teyminu hans innilega til hamingju með framúrskarandi árangur.

Ljósmynd/skjáskot af stigatöflu
mbl.is