Síðustu forvöð að nýta Ferðagjöfina

Ásdís Ásgeirsdóttir

Nú eru einungis þrír dagar til stefnu fyrir þá sem enn eiga eftir að nýta sér Ferðagjöf stjórnvalda en hver Íslendingur sem náð hefur 18 ára aldri fær 5.000 krónur að gjöf.

Mikið er í húfi fyrir ferðaþjónustuna og þá ekki síst veitingageirann en veitingamenn tala um að fólk hafi almennt verið duglegt að nýta sér gjöfina undanfarnar vikur.

Það vefjist þó fyrir einhverjum hvernig á að nota hana en það sé einfaldara en margan grunar og auðvelt að fá aðstoð.

Það er því um að gera að nýta þessar aukakrónur og um að gera að hringja á undan sér, spyrja hvort hægt sé að borga með Ferðagjöfinni og hvort hægt sé að aðstoða við tæknimál sé þess þörf.

Þannig njóta sem flestir góðs af hinni höfðinglegu gjöf stjórnvalda.

Leiðbeiningar um hvernig á að ná í Ferðagjöfina.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is