Súrmjólkin hættir – mikil sorg á Twitter

Þau ömurlegu tíðindi berast að brúna súrmjólkin frá KS sé að hætta. Twitter hefur farið mikinn í kjölfar fregnanna og þar harma menn brotthvarfið en gleðjast um leið yfir því að súrmjólkin fékk að halda virðingunni allt til enda og vera í sömu umbúðunum – sem jafnframt eru taldar þær flottustu á markaðinum.

Hvort viðbrögð netverja fái forsvarsmenn KS til að endurskoða þessa ákvörðun skal ósagt látið en við munum fylgjast vel með.

mbl.is