Moscow mule með bragðgóðu tvisti

Frískandi og bragðgóður helgardrykkur í boði Hildar Rutar.
Frískandi og bragðgóður helgardrykkur í boði Hildar Rutar. Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Helgarkokteillinn er frískandi þessa vikuna – eða moscow mule með vodka, bláberjum, engiferbjór, rósmarín og kanil. Uppskriftin er í boði Hildar Rutar sem segir drykkinn hafa slegið í gegn.

Moscow mule með bragðgóðu tvisti (fyrir einn)

  • 4 cl vodka
  • 2 cl bláberja mickey finns
  • ½ dl fersk bláber
  • 2 dl engiferbjór
  • Klakar
  • 1 rósmarín stöngull
  • 1 kanilstöng

Aðferð:

  1. Hellið vodka, mickey finns og bláberjum í glas. Merjið þetta vel saman með kokteilamerjara.
  2. Hellið engiferbjór saman við og fyllið glasið með klökum.
  3. Setjið rósmarín stöngul og kanilstöng ofan í og njótið.
Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is