Partý ársins verður á Kársnesinu

Kristinn Magnússon

Einn þessara staða er Brauðkaup í Kópavogi – nánar tiltekið í Kársnesinu – þar sem hefur myndast einstök stemning meðal íbúa sem líta á staðinn sem sitt samkomuhús ef svo má að orði komast – enda Kópavogsbúar þekktir fyrir heitar tilfinningar til heimahaganna.

Að baki Brauðkaupum eru sex vinir úr Kársnesinu sem ákváðu að opna saman veitingastað. Eins og nafnið gefur til kynna er staðurinn með handverksbrauð og -bakkelsi, þó að aðaláherslan sé á grillið. Þar er boðið upp á steikarhamborgara úr grófhökkuðum ribeye-steikum, nautalund og chucksteik með ríkri fituprósentu. Borgararnir eru eldgrillaðir á gamla mátann og njóta gríðarlegra vinsælda. Einnig þykja kjúklingavængirnir í sérflokki og sérstaklega þeir kóresku, en þeir eru í heimalagaðri teriyaki-bbq-sósu með wasabihnetum.

Októberfest - Bratwurst pylsa
Októberfest - Bratwurst pylsa Kristinn Magnússon

Bæði er hægt að borða á staðnum sem og taka matinn með heim og alltaf er passað upp á að hafa rjúkandi á könnunni og hádegistilboð á virkum dögum.

Um helgina hefst svo Októberfest og þar verður öllu tjaldað til. Búast má við mikilli stemningu enda staðurinn þekktur fyrir hátíðahöld á tyllidögum. Hátíðahöldin hefjast á föstudaginn kl. 17 og verður boðið upp á risatjald, Götubitinn mætir með sína bestu bíla og boðið verður upp á tónlistaratriði svo fátt eitt sé nefnt.

Bjórinn verður frá brugghúsunum Viking og Malbikk og boðið verður upp á sérleg Októberfest-tilboð.

Aðalstjörnurnar á matseðlinum verða þó pretzel-borgarinn, 120 g steikarborgari úr nautalund; ribeye-steik með reyktri svínasíðu, pikkluðum dillgúrkum, rauðlauk, salati, dijonsinnepi og majónesi; og eldgrillað bratwurst með súrkáli og sinnepi.

Ekkert kostar inn og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Mikið var um dýrðir þann 17. júní í sumar.
Mikið var um dýrðir þann 17. júní í sumar.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert