Mest sjokkerandi húsráð dagsins

Mbl.is/Getty images

Ef þig langar til að heyra frábærar fréttir er varðar húsráð og þrif – þá ertu á hárréttum stað.  

Þið sem notið uppþvottavél heima fyrir vitið hversu pirrandi það er, þegar það vantar „bláa vökvann“ í litla hólfið – eða undravökvann sem er eins konar mýkingarefni og hjálpar leirtauinu að glansa á ný. Því ef efnið vantar, þá verður leirtauið nánast eins og stífur sandpappír við viðkomu. En ekki örvænta, því hér kemur mesta snilldin hvað þetta varðar. Þú einfaldlega hellir ediki í litla hólfið, því edikið gefur ekki bara meiri glans á diskana og glösin, heldur hreinsar edikið einnig leirtauið betur en ella. Og þar fyrir utan er edik mun ódýrara en hitt, og eitthvað sem við eigum oftast til í eldhússkápunum heima. 

mbl.is/TikTok
mbl.is