Glæsilegustu borðstofuljós sem sést hafa lengi

Þetta stórglæsilega ljós er hönnun frá Space Copenhagen og kallast …
Þetta stórglæsilega ljós er hönnun frá Space Copenhagen og kallast „Howard“. Mbl.is/GUBI

Við kynnum skúlptúraðan skandinavískan einfaldleika, sem mætir fágun og glæsileika frá Manhattan – í einu og sama ljósinu. Ljós sem mun taka borðstofuna upp á hærra plan.

Hér um ræðir glæsilegt loftljós hannað af hinu heimsþekkta Space Copenhagen. Ljósið einkennist af dökum málmum sem fangar litastemninguna í stórborginni Manhattan, en séð með augum skandinavíska parsins á bak við Space Copenhagen sem segja ljósið vera innblásið af fegurðinni í iðnaðinum í stórborginni New York.

Ljósið er fáanlegt í ýmsum útfærslum, en þessi hér væri …
Ljósið er fáanlegt í ýmsum útfærslum, en þessi hér væri æðisleg yfir stóru matarborði. Mbl.is/GUBI

Ljósið kallast „Howard“ og er nefnt eftir samnefndu hóteli í Manhattan sem hýsir 221 herbergi, en þar sáu Space Copenhagen alfarið um hönnunina. Ljósið hentar fullkomlega þar sem ætlast er eftir óbeinni lýsingu, til dæmis í eldhúsi eða borðstofu. Og það mun svífa yfir borðum eins og skúlptúr sem fangar augað. Ljósið er fáanlegt sem ljósakróna með ýmist fjórum eða sex örmum, sem hangandi ljós í þremur stærðum og sem vegglampi. Sem áður sagt, þá er hönnunin í höndum Space Copenhagen en það eru fagmennirnir og fagurkerarnir hjá GUBI sem framleiða ljósið.

Mbl.is/GUBI
Mbl.is/GUBI
Ljósið er einnig fáanlegt með fjórum örmum.
Ljósið er einnig fáanlegt með fjórum örmum. Mbl.is/GUBI
Veggljós eru hluti af vörulínunni.
Veggljós eru hluti af vörulínunni. Mbl.is/GUBI
Ljósin eru framleidd af danska vörumerkinu GUBI.
Ljósin eru framleidd af danska vörumerkinu GUBI. Mbl.is/GUBI
mbl.is