Þetta er jólaliturinn í ár samkvæmt sérfræðingunum

Ib Laursen lætur ekki sitt eftir liggja fyrir þessi jólin, …
Ib Laursen lætur ekki sitt eftir liggja fyrir þessi jólin, og kynnir nýjan dökkgrænan kertastjaka sem er eins og stór stjarna á borði. Mbl.is/Ib Laursen

Svo virðist sem í ár verði enginn snúningur á tískulit jólanna – því hér er farið í innsta kjarna ef marka má helstu vörumerkin sem hafa gefið út nýjungar fyrir jólin.

Á síðasta ári var rauður allsráðandi en núna er það dökkgrænn sem virðist verða litur jólanna þetta árið. Eins verða ýmsir grænir tónar sem spila með ásamt hvítu skrauti úr pappa og fleiri smáatriði sem munu setja svip á hátíðina. Því er vel við hæfi að hugsa um snæviþakta grenitoppa, greni og mosa – þá ertu nokkurn veginn með stemninguna á hreinu. Hér fyrir neðan má sjá fyrstu nýjungar af jólavörum sem skarta jólalit ársins.

Mistilteinn í dökkgrænum lit frá Broste Copenhagen.
Mistilteinn í dökkgrænum lit frá Broste Copenhagen. Mbl.is/©Broste Copenhagen
Dökkgræn aðventukerti með grænu greni. Bætið við hvítum díteilum og …
Dökkgræn aðventukerti með grænu greni. Bætið við hvítum díteilum og stemningin er komin í hús. Mbl.is/©Broste Copenhagen
Grænlituð ber skreyta vel og eru alltaf smart.
Grænlituð ber skreyta vel og eru alltaf smart. Mbl.is/©House Doctor
Dagatalakerti í fallegu kertaglasi frá Ferm Living.
Dagatalakerti í fallegu kertaglasi frá Ferm Living. Mbl.is/Ferm Living
Hvítu díteilana má til dæmis sækja í þetta fallega útklippta …
Hvítu díteilana má til dæmis sækja í þetta fallega útklippta jólaskraut. Mbl.is/Ferm Living
mbl.is