Er grasker ávöxtur eða grænmeti?

Grasker eru vinsæl á haustin, þá sérstaklega í kringum hrekkjavökuna.
Grasker eru vinsæl á haustin, þá sérstaklega í kringum hrekkjavökuna. mbl.is/

Við tengjum grasker við haustið, hrekkjavökuhátíðina og jafnvel sem sætan eftirrétt. En hvort eru grasker ávöxtur eða grænmeti? Grasker er ávöxtur, þó að margir hverjir hugsi fyrst um grasker sem grænmeti. En á bak við þessa staðreynd, liggja að sjálfsögðu stórkostleg vísindi sem við deilum með ykkur hér.

Jarðaber og epli eru ávextir sem sem vaxa á blómstrandi plöntum og bera því fræ inn í sér. Það sama gildir um grasker, því ef þú skerð inn í ávöxtinn, þá muntu sjá fræin. Eins ber að nefna papríku, ólífur, tómata og avókadó - en okkur hættir til að setja þessa ávexti í grænmetisflokkinn. Þess má einnig geta að grasker finnast í yfir 30 mismunandi afbrigðum, sum eru sæt á meðan önnur eru það ekki.

mbl.is