Hendriks gúrkur væntanlegar á markað

Súrar gingúrkur er það nýjasta!
Súrar gingúrkur er það nýjasta! mbl.is/Hendrick's Gin x Katz's Delicatessen

Skoska Hendrick's Gin og Katz's Delicatessen í New York, hafa tekið höndum saman og kynna alveg nýja útgáfu af súrum gúrkum í ginblöndu.

Þó að súrar gúrkur í gini hljómi ekki sem besta útgáfan, þá ber að nefna að ginframleiðandinn Hendrick's notar gúrkur í uppskriftirnar sínar – svo það er ekki langt að sækja í innihaldslistann. Hér sjáum við gúrkur í óáfengu gini, þar sem raunverulegt gin er ekki notað í framleiðslu. Þess í stað er blandan búin til úr ýmiskonar berjum sem tekur um 72 tíma að þróa. En lykillinn að blöndunni var að búa til sérstakt og yfirvegað bragð af súrum gúrkum, þar sem áherslan er á kóríander í saltvatninu. Gúrkurnar þykja afbragðsgóðar einar og sér og einnig út í ginkokteila sem setja sannarlega sinn svip á drykkinn.

mbl.is