Töfraefnið sem bjargar steypujárnspönnunni

Ljósmyind/Lodge

Það er fátt sem við elskum heitar en snilldartrix sem redda málunum. Í þessu tilfelli erum við að tala um efni sem bjargar steypujárni og í ofanálag er efnið náttúulegt og fremur auðvelt í notkun.

Efnið kallast pottajárnshreinsir og er frá Lovett. Það er gert úr sjávarsalti, kókosolíu, hörfræsolíu og laxerolíu – og því algjörlega náttúrulegt.

Eingöngu þarf að setja matskeið af efninu á sjúskaða pönnu og nudda vel með svampi eða sambærilegu. Svo skola af með heitu vatni, hita því næst pönnuna á eldavél og láta rjúka vel úr henni og þá er pannan tilbúin til notkunar.

Efnið er fáanlegt hjá vefversluninni Mistur.

Ljósmynd/Mistur
Svona leit pannan út fyrir þrifin.
Svona leit pannan út fyrir þrifin. Ljósmynd/Mistur
Og svona leit hún út þegar búið var að þrífa …
Og svona leit hún út þegar búið var að þrífa hana. Ljósmynd/Mistur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert