Fagna 55 ára afmæli Thule

Margir muna eftir Thule-sjónvarpsauglýsingunum þar sem tveir félagar á barnum …
Margir muna eftir Thule-sjónvarpsauglýsingunum þar sem tveir félagar á barnum montuðu sig af afrekum Íslendinga.

Hinn umtalaði Thule-bjór fagnar 55 ára afmæli um þessar mundir. Bjórinn nýtur alltaf vinsælda en því er kannski ekki síst að þakka umtöluðum auglýsingum.

„Við byrjuðum að brugga Thule bjórinn á Akureyri árið 1966 en þá upphaflega til útflutnings undir nafninu Thule Export. Ísland hefur gengið undir nokkrum nöfnum en talið er að grískur landkönnuður hafi í kringum 330 f. kr. gefið Íslandi nafnið Thule sem í fornu máli merkti oftast staður eða eyja. Þaðan kemur nafnið á bjórnum, Thule,“ segir Hilmar Geirsson, vörumerkjastjóri Víking brugghúss.

Danskir bjórdrykkjumenn voru fastagestir í Thule-auglýsingum um hríð.
Danskir bjórdrykkjumenn voru fastagestir í Thule-auglýsingum um hríð.

Auglýsingar sem vekja umtal

Thule hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir að fara óhefðbundnar leiðir í markaðstarfi. „Auglýsingarnar hafa oft vakið umtal, þótt skemmtilegar og fyndnar. Það viðurkennist þó að þær hafa stundum verið alveg á mörkunum að mati sumra. Árið 1969 en birtist fúlskeggjaður og vígalegur kúreki á skjám landsmanna, sem verið var að leiða til aftöku. Hans hinsta ósk var var einföld, „Einn ískaldan Thule, takk.“ Með snöruna um hálsinn þambaði hann síðan bjórinn með mikilli innlifun og áfergju. Auglýsingin olli vægast sagt uppnámi og þá ekki eingöngu meðal heldra fólks í vesturbænum. Eftir fáeinar birtingar í sjónvarpi var auglýsingin bönnuð enda þótti smekkleysan algjör. Með því var mögulega tilganginum náð því nú vissi hver einasti Íslendingur af Thule léttöli,“ segir Hilmar. Margir muna eftir skemmtilegum auglýsingum sem fóru í loftið árið 1998 eftir að Thule var valinn þriðji besti bjór í heimi í smökkunarkeppni danskra bjóráhugamanna. „Sá árangur var um árabil nýttur með gamansömum hætti í sjónvarpsauglýsingar sem flestir landsmenn kannast við enn þann dag í dag.“ 

Hilmar Geirsson fagnar afmæli Thule með viðeigandi hætti.
Hilmar Geirsson fagnar afmæli Thule með viðeigandi hætti.

Fullheiðarlegur léttbjór

Í vor tóku eflaust margir Íslendingar eftir því að Thule auglýsti „við bruggum bara léttöl til að geta auglýst“ en sú auglýsing fór misvel í landann. „Sumir vildu meina að með þessu væri Thule að gefa í skyn að enginn metnaður væri lagður í léttölið á meðan aðrir tóku þessu sem ádeilu á áfengislöggjöfina. Dæmi hver fyrir sig,“ segir Hilmar og bendir bjórþyrstum á að 330 ml. dós af Thule verður á sérstöku tilboði út október eða 225 kr.

mbl.is