Ný íslensk ostablanda komin á markað

Ljósmynd/MS

Mexíkósk og ítölsk matargerð er í miklu uppáhaldi hjá íslensku þjóðinni og skal engan undra enda oft um að ræða einstaklega ljúffenga og bragðmikla rétti. MS hefur nú sett á markað tvær spennandi nýjungar sem munu án efa hitta í mark hjá þeim fjölmörgu sem vilja smá krydd í tilveruna í eldhúsinu.

Sterk ítölsk ostablanda er bragðsterkur rifinn ostur með ítölskum kryddjurtum, cayenne-pipar og chili sem setur punktinn yfir i-ið á pizzunni og lasanjanu. Mexíkósk ostablanda er bragðmikill rifinn ostur með mexíkóskri chili-kryddblöndu sem hentar sérstaklega vel í tacos, tortilla-vefjur, nachos og með kjúklingasúpunni. Báðir ostarnir henta svo að sjálfsögðu í alls kyns aðra matargerð og má þar nefna heita brauðrétti, pizzasnúða, pítur, salöt, grænmetisrétti og svona mætti lengi telja.

Ostarnir eru missterkir en til upplýsinga fyrir neytendur eru umbúðirnar merktar með logum til að tákna styrkleika þeirra, mexíkóska blandan er merkt með einum loga og sú ítalska tveimur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert