Svona bakar þú hið fullkomna brauð

Hver elskar ekki nýbakað brauð!
Hver elskar ekki nýbakað brauð! mbl.is/Getty

Ertu að reyna fyrir þér í brauðbakstri, eða langar þig til að verða betri við handtökin? Þá eru bestu ráðin hér að finna, því við getum öll bætt okkur í bakstrinum – svo eitt er fyrir víst.

Númer eitt: Grunnatriðin
Það er alltaf betra að byrja á einhverju einföldu og skerpa svo á kunnáttunni áður en þú kastar þér út í eitthvað krefjandi eins og súrdeigsbrauð.

Númer tvö: Höfuðið á undan höndunum
Taktu þér smá stund í að segja upphátt hvað þú ert að fara gera. Það er ákveðin hugleiðsla og fær þig til að virða deigið betur fyrir þér áður en þú stingur höndunum í það. Það er alltaf betra að lesa öll fyrirmæli áður en þú framkvæmir og líklegra að þú sleppir við að gera mistök.

Númer þrjú: Ekki hræðast klístrað deig
Ekki vera smeyk/ur við klístrað deig, um það snýst baksturinn. Og ekki bæta við hveiti ef uppskriftin segir annað, því hver og ein uppskrift er í raun ákveðin vísindi – og þá er betra að fylgja ferlinu.

Númer fjögur: Treystu innsæinu
Ef þú ert svangur/svöng, skaltu fá þér að borða. Ef þér er kalt, þá skaltu klæða þig betur. Það er mikilvægt að taka tillit, hvort sem um umhverfi eða bakstur sé að ræða – því segjum við; of mikill hiti og deigið deyr með gerinu. Passið alltaf hitastigið á vatninu áður en þið blandið gerinu saman við.

Númer fimm: Æfing, æfing, æfing
Vertu reiðubúinn fyrir það að baksturinn heppnist kannski ekki fullkomlega í fyrstu tilraunum. En ekki gefast upp, því hver mistök eru skref í rétta átt að hinu fullkomna brauði.

mbl.is