Dæmdur mafíumorðingi opnar hamborgarastað

mbl.is/Honest Burgers

Ítalski mafíósinn og morðinginn Salvatore Buzzi er að opna hamborgarastað í Róm og kveðst afar spenntur yfir staðnum.

Buzzi hefur setið í fangelsi fyrir aðild að skipulagðri glæpastarfsemi, morð og innflutning á fíkniefnum en segist tilbúinn að snúa við blaðinu og fara í veitingabransann.

Allt á matseðlinum virðist þó vísa til hans fyrra lífs og verður áhugavert að sjá hvort staðurinn mun blómstra.

Hann segir að allir séu velkomnir – saksóknarar borgi þó tvöfalt og dómarar þrefalt. 

Frétt Corriere Della Sera

mbl.is