Nýr veitingastaður opnaður í Pósthússtrætinu

Ólafur Örn Ólafsson
Ólafur Örn Ólafsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Um helgina verður veitingastaðurinn Brút opnaður í Pósthússtræti 2, betur þekktu sem gamla Eimskipafélagshúsinu sem nú hýsir Radisson Blu-hótelið.

Að staðnum standa þeir Ólafur Örn Ólafsson, Ragnar Eiríksson og Bragi Skaftason en jafnframt verður rekinn þar vandaður vínbar sem hlotið hefur nafnið Óskabar þjóðarinnar.

Þeir félagar eru engir aukvisar í faginu og má því búast við því að Brút sé kominn til að vera en mikið líf hefur færst í veitingageirann með opnun fjölda nýrra og spennandi staða.

Það er því ljóst að matgæðingar eiga skemmtilegt verkefni fyrir höndum og að veitingastaðir miðborgarinnar blómstra á ný eftir erfitt tímabil.

mbl.is