Boffi í eina sæng með öðru eins smekkfólki

Ítalski eldhúsframleiðandinn Boffi er leiðandi á sínu sviði.
Ítalski eldhúsframleiðandinn Boffi er leiðandi á sínu sviði. Mbl.is/Boffi

Boffi, glæsilegasti eldhúsframleiðandi heims (leyfum við okkur að fullyrða), hefur tekið höndum saman við aðra eins snillinga og útkoman er ólýsanlegt samstarf sem fullkomnar heimilið.

Ítalski framleiðandinn hefur verið leiðandi í gerð eldhúsa í meira en 80 ár. Fyrsta eldhúsinnréttingin þeirra í lit var hönnuð árið 1954 og fjórum árum seinna kom innrétting á markað þar sem laminate og viði er blandað saman og þótti afar nýmóðins á þeim tíma. Á áttunda áratugnum bættust við baðinnréttingar og hjólin fóru að snúast fyrir alvöru, þar sem Boffi stækkaði hratt sem vörumerki og varð þekktur eldhúsframleiðandi á heimsvísu.

Boffi | De Padova er leiðandi samstarf fimm ólíkra fyrirtækja sem hver um sig skilar sínu í átt að lausnum á glæstan og nútímalegan máta. Hér um ræðir Boffi, De Padova, MA/U Studio, ADL og Time & Style ēdition – þar sem hver og einn býr yfir sinni einstöku sérstöðu þegar kemur að því að fegra heimilið. Samstarfið færir okkur sérhannað eldhús, baðherbergi, fataskápa, eldhúsborð og stóla, lýsingu, glerhurðar og hillur. Hér sjáum við ítalska hönnun eins og hún gerist best, þar sem hvergi er gefið eftir.

Borð, stólar og glæsileg eldhúsinnrétting eru afrakstur í nýju samstarfi.
Borð, stólar og glæsileg eldhúsinnrétting eru afrakstur í nýju samstarfi. Mbl.is/Boffi
Sjáið þetta fallega bað!
Sjáið þetta fallega bað! Mbl.is/Boffi
Glerveggir sem skilrúm eru hluti af samstarfinu.
Glerveggir sem skilrúm eru hluti af samstarfinu. Mbl.is/Boffi
mbl.is