Þú munt líta á sturtuhausinn öðrum augum eftir þetta

Við megum ekki gleyma að taka dýpri þrif annað slagið.
Við megum ekki gleyma að taka dýpri þrif annað slagið. mbl.is/

Hefurðu einhvern tímann hugsað út í að þrífa sturtuhausinn vandlega? Þá erum við ekki að meina almenn yfirborðsþrif sem eru fljótleg og auðveld – heldur dýpri þrif til að losa um óhreinindin sem þar liggja.

Það eru meiri óhreinindi inni í sturtuhausnum en þig nokkurn tímann grunar. Á sturtuhausnum eru lítil göt þar sem vatnið skvettist niður úr, og það er þarna sem gróðrastían liggur. Til þess að losa um óhreinindin er frábær lausn að nota litlu burstana sem við smellum á milli tannana í stað tannþráðs. Þeir losa um stíflurnar og þegar þú skrúfar frá vatninu, þá muntu sjá óhreinindin skolast út.

Stingið litlum burstum inn í götin á sturtuhausnum.
Stingið litlum burstum inn í götin á sturtuhausnum. Mbl.is/TikTok_Ramin2025
Þú munt sjá óhreinindin á burstanum þegar þú dregur hann …
Þú munt sjá óhreinindin á burstanum þegar þú dregur hann út. Mbl.is/TikTok_Ramin2025
Látið síðan vatnið renna og sjáið óhreinindin skolast út.
Látið síðan vatnið renna og sjáið óhreinindin skolast út. Mbl.is/TikTok_Ramin2025
Og allt verður skínandi hreint á ný.
Og allt verður skínandi hreint á ný. Mbl.is/TikTok_Ramin2025
mbl.is