Mögulega besta húsráðið til þessa

Stingdu laukhelming á kaktus nálarnar til að ná góðu taki …
Stingdu laukhelming á kaktus nálarnar til að ná góðu taki á plöntunni. Mbl.is/TikTok_ramin2025

Við getum ekki hætt að deila með ykkur húsráðum – þá sérstaklega þegar þau eru jafn frábær og skemmtileg og þetta hér. Hér er á ferðinni húsráð sem allir með græna fingur verða að kunna.

Við höfum staðið frammi fyrir því að vera að færa til kaktusa á milli blómapotta og undantekningarlaust stingum við okkur á beittum nálunum. Og við háflpartinn gefumst upp á verkinu því það er einfaldlega stórhættulegt, eða svo gott sem. En hvað er til ráða?

Lausnina við þessu veseni er að finna í grænmetisskúffunni í ísskápnum. Já, gott fólk, við erum að vitna í klassískan lauk sem mun öllu bjarga. Þú einfaldlega skerð laukinn til helminga og stingur honum á beittu kaktusnálarnar og getur þannig auðveldlega fært kaktusinn á milli staða.

Við megum ekki gleyma grænblöðungunum.
Við megum ekki gleyma grænblöðungunum. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert