23 milljónir hafa horft á þetta matreiðslumyndband

Samfélagsmiðlastjarnan Emily Mariko
Samfélagsmiðlastjarnan Emily Mariko

TikTok hefur heldur betur opnað nýjar lendur og samfélagsmiðlastjarnan Emily Mariko hefur sannarlega slegið í gegn. Hún er með yfir fimm milljónir fylgjenda en nýlegt myndband frá henni setti allt á hliðina – bókstaflega.

Í myndbandinu sést hún hita afgangs lax og hrísgrjón í örbylgjuofni áður en hún setur alls kyns sósur og góðgæti ofan á og býr sér til salat.

Áður en Emily setur laxinn og hrísgjónin í örbylgjuofninn setur hún ísmola ofan á og smjörpappír yfir.

Hafa netverjar klórað sér í kollinum yfir þessu uppátæki en að sögn sérfræðinga er þetta leið til að gufusjóða hrísgrjónin – eins mikið og það er hægt í örbylgjuofni.

Einföld aðferð sem kemur á óvart og sýnir að við erum alltaf að læra eitthvað nýtt.

mbl.is