Martha Stewart opnar veitingastað

Martha Stewart
Martha Stewart Pinterest.

Matardrottningin Martha Stewart hefur ekki verið áberandi í veitingabransanum þrátt fyrir að vera með sjónvarpsþætti, eldhúsáhaldalínu, hafa skrifað ógrynni matreiðslubóka og allt þar á milli.

Það verður því forvitnilegt að sjá hvernig veitingastaðurinn verður en nýjustu fregnir herma að hún sé að opna veitingastað í Las Vegas, nánar tiltekið á Paris Las Vegas-hótelinu.

Ekki hefur verið kunngjört hvenær staðurinn verður opnaður en aðdáendur hennar hátignar bíða án efa spenntir.

mbl.is