Sætkartöflusnakkið sem krakkarnir elska

Sætkartöflusnakk sem krakkarnir elska.
Sætkartöflusnakk sem krakkarnir elska. Mbl.is/TikTok_ Carolina Mccauley

Og við sem héldum að sætar kartöflur væru ekki eitthvað sem kæmi nálægt brauðristinni – en þar skjátlaðist okkur svo sannarlega.

Það finnast ótal uppskriftir að sætum kartöflum – þá ýmist skornar niður í franskar, jafnvel fylltar eða settar á grillið. En þessa aðferð hér eigum við alveg eftir að prófa! Þú einfaldlega skerð kartöfluna niður í skífur og setur í ristavélina. Síðan smyrðu á hana avókadó, hummus eða saltar, allt eftir eigin smekk og borðar sem snakk. Ristaðar sætkartöfluskífur þykja líka einstaklega vinsælar hjá yngstu kynslóðinni sem þráir hollt og gott snakk yfir daginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina