Gerði róttækar breytingar á mataræðinu

Ljósmynd/skjáskot úr Health

Aðdáendur Kardashian fjölskyldunnar tóku sjálfsagt eftir því fyrir fimm árum síðan þegar elsta systirin, Khloe, breyttist töluvert í útliti og léttist um tæp tuttugu kíló.

Í nýjasta tölublaði tímaritsins Health talar Khloe tæpitungulaust um baráttu hennar við það sem hún skilgreinir sem aukakíló. Samband hennar við mat hafi alltaf verið óheilbrigt og hún notað mat til að deyfa tilfinningar sínar. Að auki hafi hún verið mjög öfgakennd í mataræði og prófað alla heimsins megrunarkúra og tískusveiflur.

Það hafi loksins breyst árið 2015 þegar hún ákvað að gera raunverulega breytingar. Þær komi rólega og því hafi hún breytt einu í einu. Einn mánuðinn hafi hún tekið út sykur og mánuði síðar breytt einhverju öðru til viðbótar. Að auki byrjaði að stunda líkamsrækt reglulega.

Það hafi reynst henni vel og í dag sé hreyfing hluti af hennar daglega lífi. Samband hennar við mat sé heilbrigðara og sér líði miklu betur. Hún sé laus við skömmina sem hún upplifði þegar hún stóð ekki undir eigin væntingum og sé í alla staði í betra jafnvægi – bæði líkamlega og andlega.

Ljósmynd/skjáskot úr Health
mbl.is