Nýja hreingerningarblandan sem þykir frábær

Ný blanda sem þrífur þvottavélina betur en edikið.
Ný blanda sem þrífur þvottavélina betur en edikið. mbl.is/

Það heyrast háværar raddir um gæði ediks á samfélagsmiðlum og hér er ný blanda sem er líkleg til að taka við keflinu á einhverjum stöðum.

Við höfum séð einhverja vara við að nota edik í þvottavélar því edikið muni fara illa með þær, og eins er talað um að edikið skemmi gúmmíið í uppþvottavélum sem og ryðgi vélina að innan. Hér er því blanda sem virðist vera það vinsælasta fyrir þvottavélina ef marka má helstu þrifspekúlanta þarna úti.

Arftaki edikblöndunnar

  • Tvær C-vítamín pillur
  • 1 tsk. sítrónusýra
  • Sirka 1,5 dl sjóðandi heitt vatn

Aðferð:

  1. Látið öll hráefnin leysast upp og kólna.
  2. Hrærið létt saman.
  3. Hellið blöndunni í sápubakkann á þvottavélinni og þvoið vélina tóma á 90°.
  4. Og vélin verður tandurhrein.
mbl.is