Algjörlega geggjaður Pipp-ís Lindu Ben

Það er engin önnur en Linda Ben sem á veg og vanda af kökubæklingnum í ár og er hann sérlega glæsilegur eins og búast mátti við. Spennandi heimabakstur, guðdómlegar kökur og æðislegir eftirréttir eru aðalsmerki bæklingsins í ár.

Pippsúkkulaðiís
  • 500 ml rjómi
  • 6 eggjarauður
  • 170 g púðursykur
  • 200 g Síríus-pralínsúkkulaði með pippfyllingu

Aðferð:

  1. Þeytið rjómann.
  2. Þeytið eggjarauður og púðursykur mjög vel saman í annarri skál þar til létt, ljóst og blandan myndar borða ef þeytarinn er tekinn upp og deigið lekur aftur í skálina.
  3. Blandið rjómanum varlega saman við eggjarauðublönduna með sleikju.
  4. Skerið pralínsúkkulaðið niður og blandið því saman við.
  5. Hellið ísnum í form, lokið því t.d. með plastfilmu og frystið yfir nótt (eða lengur).
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »