Maturinn sem eykur líkur á andfýlu

Ljósmynd/Colourbox

Það eru matvörur sem þú ættir að íhuga hvort sé skynsamlegt að borða þegar þú þarft að koma vel fyrir – til dæmis á fyrsta stefnumóti eða í atvinnuviðtali. Hér fyrir neðan er listi yfir þær matvörur sem ýta undir andfýlu.

Laukur
Þetta er klassískt dæmi sem við flest þekkjum. Það er til dæmis talað um að sjálfur Drakúla forðist hvítlauk sem kemur ekki á óvart miðað við andremmuna sem myndast þegar við borðum mikið af lauk. Þá meinum við hvítlauk, venjulegan lauk, hvítan lauk og ristaðan. Laukur inniheldur brennisteinslofttegundir sem liggja lengi í munnholinu eftir að við höfum borðað hann. Og sömu lofttegundir berast út í blóðrásina og losna í lungunum – því getur þú fundið t.d. hvítlaukslyktina daginn eftir að þú hefur borðað.

Fiskur í dós

Makríll, túnfiskur eða þorskhrogn úr dós eru allt matvörur sem ýta undir andfýlu. Það er fitan frá niðursoðna fisknum sem liggur í dósinni sem gerir okkur ekkert gott.

Piparrrót

Piparrót er næstum helmingurinn af því góða bragði sem fylgir góðri roastbeefsteik. En rótin fær allt sitt bragð frá ísóþíósýanötum, en það efnafræðilega efni er svo öflugt að það virkar sem náttúruleg vörn piparrótar gegn dýrum sem annars myndu éta rótina. Og þessi náttúrulega „vörn“ getur einnig virkað fráhrindandi fyrir okkur mannfólkið.

Kaffi

Morgunbollinn fellur seint úr gildi, en það er ekkert heillandi við morgun-andremmu í bland við kaffi. Og hér kemur munnvatn til sögunnar. Munnvatn hjálpar til við að drepa bakteríur í munni, þessar sömu sem ýta undir andremmu. Munnvatn gegnir einnig hlutverki við meltingu á matarleifum sem geymast oft á tíðum í munnholinu og á milli tannanna. Þegar við sofnum þá þornar munnurinn og minna munnvatn er til að berjast gegn bakteríum sem hjálpa til við meltinguna – og það er hér sem kaffið verður bara verra í munninum. Koffín dregur úr munnvatnsframleiðslu og niðurstaðan verður sem umrætt hér fyrir ofan – þú situr uppi með andfýlu.

Ostar

Þegar andfýla tekur yfir er það oftast vegna þess að bakteríurnar sem við höfum í munninum brjóta niður prótein til að mynda brennisteinssambönd. Og ef það er eitthvað sem bakteríurnar elska að freyða í, þá eru það amínósýrurnar í ostum og mynda þar með brennisteinsvetni. Niðurstaðan verður því sú að andardrátturinn mun lykta nokkurn veginn sem rotnandi egg.

Áfengir drykki

Það var gaman um kvöldið – en dagurinn eftir góðan gleðskap er sjaldnast nokkuð til að gleðjast yfir. Og andardrátturinn er eftir því! Alkóhól þurrkar nefnilega munninn og þegar slíkt blandast saman við hversu langt líður á milli máltíða, þá grassera bakteríurnar á meðan í munnvikinu.

Nokkur atriði til að losna við andfýlu:

  • Borðaðu jógúrt, því jógúrt inniheldur góðgerla sem ættu að draga úr andfýlunni.
  • Rannsóknir hafa sýnt fram á að með því að drekka mjólkurglas eftir að hafa borðað mikið af hvítlauk verður hvítlauksbragðið ekki eins sterkt.
  • Grænt te hefur skammtímaáhrif (1-2 tíma) og kemur sér vel þegar við viljum sleppa við andfýlu á skjótan máta.
mbl.is