Æðisleg nýjung frá Ro Collection

Ný skurðarbretti frá Ro Collection.
Ný skurðarbretti frá Ro Collection. Mbl.is/Ro Collection

Það má alltaf bæta við nýjum skurðarbrettum í eldhúsið, enda geta þau verið bæði hagkvæm og prýði á eldhúsbekkinn. Hér eru ný og æðisleg viðarbretti frá Ro Collection.

Þau kallast „Oak Board“ og eru hönnuð af Lasse Sortkjaer. Brettin finnast í nokkrum skemmtilegum geomatrískum formum og stærðum – hringir innan í hringjum, mjúkar og óreglulegar línur eru einkennandi fyrir brettin. Gott grip er á brettunum sem nota má á báðum hliðum. Eins er lítil hringlaga brún á brettunum sem grípur umfram vökva og krumlur sem falla af matvælum.

Brettin eru ekki bara skurðarbretti, því þau eru ekki síður falleg til að bera fram á hina ýmsu osta og snittur – jafnvel sushi eða steikur. Brettin eru öll framleidd úr FSC vottuðum eikarvið sem verður aðeins fallegri með tíma og notkun.

Mbl.is/Ro Collection
Mbl.is/Ro Collection
Mbl.is/Ro Collection
Mbl.is/Ro Collection
Mbl.is/Ro Collection
mbl.is