Snilldar leið til að skera út grasker

Ætlar þú að skera út grasker í ár?
Ætlar þú að skera út grasker í ár? mbl.is/TikTok

Hrekkjavökuhátíðin er haldin ár hvert, og fer hratt vaxandi hér á landi. Við förum varla í gegnum matvöruverslun þessa dagana, án þess að ramba fram á nokkur grasker. Hér er snilldar leið til að skera út grasker á einfaldan máta.

Til að auðvelda krökkunum (og spara fullorðnum vinnuna), þá er einfaldasta málið að nota piparkökumót af ýmsum toga. Þú leggur mótið að graskerinu og bankar í það með hamri þannig að það skeri í gegn. En fyrst af öllu þarftu að skafa allt gumsið innan úr graskerinu, til að koma síðar kerti þar fyrir sem skapar endanlegu stemninguna.

Piparkökumót er allt sem til þarf.
Piparkökumót er allt sem til þarf. mbl.is/TikTok
mbl.is