Ómótstæðileg croissant með möndlufyllingu

Ofsalega góð croissant með möndlufyllingu.
Ofsalega góð croissant með möndlufyllingu. Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Það er fátt ljúffengara en croissant með kaffibollanum og hér er uppskrift að slíku með möndlufyllingu. Það er Hildur Rut sem sýnir okkur hvernig á að útfæra svona ekta kaffihúsa-croissant sem smakkast ómótstæðilega.

Ómótstæðileg croissant með möndlufyllingu

 • 4 croissant
 • 40 g smjör, við stofuhita
 • ½ dl sykur
 • 1 dl möndlumjöl
 • 1 msk hveiti
 • 1 egg
 • 1 tsk vanilludropar
 • ½ tsk möndludropar
 • ½ dl möndluflögur
 • 1-2 msk flórsykur

Aðferð

 1. Byrjið á því að hræra smjörið þar til það verður mýkra.
 2. Blandið sykrinum saman við og hrærið þar til blandan verður loftkennd.
 3. Hrærið möndlumjöl og hveiti saman í annarri skál. Blandið helmingnum saman við smjörblönduna og hrærið rólega. Þegar það hefur blandast saman bætið þá restinni saman við og hrærið rólega.
 4. Blandið eggi, vanilludropum og möndludropum saman við.
 5. Skerið croissant-in í tvennt og fyllið botninn með 3 msk af möndlublöndunni.
 6. Lokið þeim og smyrjið 1 msk af fyllingunni á lokið.
 7. Dreifið möndluflögunum á disk og þrýstið croissant-unum ofan í möndlurnar.
 8. Bakið í ofni í 15-20 mínútur við 175° á blæstri.
 9. Stráið flórsykri yfir nýbökuðu croissant-in og njótið.
Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is