Stórmarkaðurinn sem selur óvænta vörur

Kannabis verslun með retro ívafi, og sem minnir á stórmarkað.
Kannabis verslun með retro ívafi, og sem minnir á stórmarkað. Mbl.is/Alex Lysakowski

Djarfir litir og tíglagólf má sjá í versluninni Superette í Toronto – verslun sem selur kannabis eins og hverja aðra stórmarkaðsvöru. Superette var stofnuð árið 2019 af frumkvöðlunum Mimi Lam og Drummond Munro. Verslunina má finna á sex stöðum víðsvegar um Kanada og hyggjast þeir opna í Bandaríkjunum á komandi ári.

Fyrirtækið hefur það að markmiði að viðskiptavinurinn fái jafn góða upplifun við að kaupa sér hass, eins og að neyta þess. Og hefur skapað umhverfi og vörur sem gefa nostalgíunni undir fótinn – þar sem apótek og járnvöruverslanir eru áhrifavaldarnir í hönnuninni.

Nýjasta verslun þeirra er hrein eftirlíking af klassískri matvöruverslun með rennihurðum og innkaupakörfum. Verslunin er full af líflegum litum og grafískum munstrum ásamt rauð og hvítu tíglagólfi. Hér má einnig finna lukkuhjól og skopparabolta-sjálfsala sem eru þó ekki svo algeng sjón í matvöruverslunum. Alllar tegundir kannabisafurða eru seldar í búðinni, en verslunin býður einnig upp á fylgihluti svo sem húfur, krukkur, pípur og kvarnir innan um aðra leikmuni sem gera verslunina enn áhugaverðari að skoða.

Mbl.is/Alex Lysakowski
Mbl.is/Alex Lysakowski
Mbl.is/Alex Lysakowski
Mbl.is/Alex Lysakowski
Mbl.is/Alex Lysakowski
Mbl.is/Alex Lysakowski
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert