Fáránlega gott hvítlaukssmjör

mbl.is/

Hvítlaukur, hvar værum við án hans - svo bragðgóður og ómissandi í matargerð. Hér er stórsniðug aðferð hvernig þú býrð til hvítlaukssmjör, eða ekki beint smjör – heldur meira ekta hvítlauksmyrju.

Svona gerir þú hvítlaukssmjör

  • Þú byrjar á því að skera toppinn af heilum hvítlauk. Og hér er sniðugt að gera nokkra hvítlauka í einu.
  • Síðan hellir þú bragðgóðri olíu yfir hvítlaukinn.
  • Bakaðu því næst hvítlaukinn í ofni þar til gylltur að lit og mjúkur að innan.
  • Taktu síðan hvítlaukinn og kreistu laukinn úr hýðinu og yfir brauðið. Smyrðu mjúknum lauknum á brauðið, stráðu jafnvel smá sjávarsalti yfir og njóttu.
Mbl.is/TikTok_ramin2025
mbl.is