Hamborgarinn sem á bókstaflega eftir að gera allt vitlaust

Ljósmynd/Berglind Guðmunds

Þetta er útfærsla sem ekki hefur sést lengi (ef þá nokkurn tíman) og við erum meira en heilluð!

Það er Berglind Guðmundsdóttir á GRGS sem á heiðurinn að þessari snilld.

„Beef Chuck“ ham­borg­ararnir eru unnir úr Beef chuck og inni­halda 25% fitu. „Beef Chuck“ borg­ar­ar eru vin­sæl­ir meðal grill­kokka á ham­borg­ara­stöðum um all­an heim, en fitu­inni­haldið gef­ur sér­stak­lega gott grill­bragð og ham­borg­ar­arn­ir verða safa­rík­ari á grill­inu en venju­leg­ir ham­borg­ar­ar. Hr. Full­kom­inn er grill­borg­ari úr sér­völdu, ís­lensku „Beef Chuck“ nauta­kjöti og eru borg­ar­arn­ir seld­ir tveir sam­an í pakkn­ingu.”

Djúsí beikonborgari með beikonfyllingu

  • 4 stk 150 g Hr. Fullkominn grillborgarar frá Norðlenska
  • 8 beikonsneiðar
  • 200 g ferskar mozzarellakúlur
  • 4 msk hvítvín (má sleppa)
  • salt og pipar
  • hamborgarakrydd
  • 3 tómatar, smátt skornir
  • 1/2 paprika, smátt skorin
  • 1/4 rauðlaukur, smátt saxaður
  • fersk steinselja, söxuð

Annað: Hamborgarabrauð, sósa, franskar

Leiðbeiningar

1. Þrýstið botni á litlu glasi í miðju borgaranna svo það myndist smá hola. Kryddið borgarana með salti, pipar og/eða hamborgarakryddi.

2. Skerið mozzarellaostinn í litla bita og setjið í holuna.

3. Vefið 2 beikonsneiðar um hliðar hvers borgara.

4. Setjið 1 msk af hvítvíni yfir ostinn á hverjum borgara fyrir sig.

5. Grillið þar til þeir eru tilbúnir og beikonið stökkt. Hitið brauðin ef þið notið þau.

6. Gerið tómatsalsa: Skerið papriku, tómata, rauðlauk og steinselju smátt og blandið saman í skál ásamt 1 msk af ólífuolíu. Smakkið til með salti og pipar.

7. Berið borgana fram með tómatsala, frönskum, sósu, grænmeti og hamborgarabrauði.

Ljósmynd/Berglind Guðmunds
mbl.is