Svanhildur mætti með franska súkkulaðitertu

Ljósmynd/Albert Eiríksson

Hér gefur að líta uppskrift að franskri súkkulaðitertu sem Svanhildur Garðarsdóttir í Kvennakór Ísafjarðar mætti með á kóræfingu þar sem haldin var dýrindis veisla í lokin á.

Kórmeðlimir eru greinilega afbragðs kokkar líka og við höfum fengið að deila uppskriftunum sem Albert Eiríksson var svo yndislegur að skrásetja á matarblogginu sínu Albert eldar.

Frönsk súkkulaðiterta

  • 4 egg
    2 dl sykur
    200 g smjör
    200 g suðusúkkulaði
    1 dl hveiti

Súkkulaðibráð:

  • 150 g suðusúkkulaði
  • 70 g smjör
  • 2 msk. sýróp

Kakan: Hitið ofn í 170C. Egg og sykur þeytt vel. Smjör og súkkulaði brætt saman við vægan hita og er svo varlega bætt saman við eggin og sykurinn. Bætið hveitinu saman við og hrærið. Setjið í form og bakið í 30 mín (hún á að vera svolítið blaut – ég hef klætt lausbotna form með ál- eða bökunarpappír, bæði svo hún leki ekki úr og auðvelt að ná henni úr).

Súkkulaðibráð: Allt brætt saman við vægan hita, kælt aðeins og svo hellt yfir kökuna.

Best með þeyttum rjóma og berjum

Hér má sjá hluta af Kvennakór Ísafjarðar.
Hér má sjá hluta af Kvennakór Ísafjarðar. Ljósmynd/Albert Eiríksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert