Þrjár leiðir til að minnka ryk á heimilinu

Ertu með puttann á púlsinum þegar kemur að því að …
Ertu með puttann á púlsinum þegar kemur að því að þrífa? mbl.is/

Það er stundum eins og rykið feli sig í skúffunum og skríði fram á hillur og húsgögn um leið og við erum búin að þurrka af. En hér eru þrjú atriði sem halda rykinu í skefjum.

Númer eitt:
Settu dagblöð ofan á efri skápana í eldhúsinu sem og í öðrum herbergjum á heimilinu. Þannig verður mun auðveldara að taka pappírinn saman og henda í stað þess að berjast við hnausþykkt rykið sem safnast þar fyrir.

Númer tvö:
Settu eucalyptus ilmdropa í þvottaefnishólfið í þvottavélinni, til að losna við rykmaura í flíkum og öðrum textíl.

Númer þrjú:
Notaðu moppuna til að þurrka yfir veggina á heimilinu, því það safnast ótrúlegt magn af ryki á veggjunum sjálfum. Gott er að vera með raka moppu í verkið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert