Adele neglir blindsmakk með Vogue

Ljósmynd/Vogue

Í tilefni af nóvembertölublaði breska tímaritsins Vogue fór fram mjög áhugavert blindsmakk með Adele þar sem hún bragðar á ýmsum breskum réttum á eftirminnilegan hátt.

Adele deilir skemmtilegum sögum frá sínum yngri árum og er ekki í nokkrum vafa um hvað hún er að smakka enda greinilega með breska matargerð í allri sinni dýrð á hreinu.

Ljósmynd/Vogue
mbl.is