Snilldartrixið sem fæstir kunna

Rjómi og afgangs súkkulaði verður að ís.
Rjómi og afgangs súkkulaði verður að ís. Mbl.is/Tiktok

Hver kannast ekki við að vera með hálfkláraða dós eða krukku af súkkulaðiáleggi, eins og Nutella, og ná ekki restinni upp úr? Þá er þetta eina sanna lausnin til að nýta restarnar sem þú nærð aldrei að skafa í burtu.

Í stað þess að hamast með hníf eða skeið til að ná öllum mögulegum restum af súkkulaðinu góða sem liggur í krukkunni skaltu prófa þetta hér næst. Finndu fram rjóma og helltu ofan í krukkuna – hristu síðan vandlega og settu í kæli í að minnsta kosti tvo tíma. Taktu út, og þú ert kominn með hinn fullkomna heimatilbúna súkkulaðiís.

Helltu rjóma út íi krukkuna til að útbúa heimagerðan ís.
Helltu rjóma út íi krukkuna til að útbúa heimagerðan ís. Mbl.is/Tiktok
Nutella súkkulaðiís!
Nutella súkkulaðiís! Mbl.is/Tiktok
mbl.is