Squid Game kökurnar tröllríða heiminum

Ljósmynd/Delish

Dalgona-kökurnar eru formlega orðnar vinsælustu kökur heims eftir vinsældir Squid Game-þáttanna en kökurnar eru afar vinsælar í Kóreu þar sem þær eru borðaðar nánast daglega enda einfalt að búa þær til.

Það eina sem þarf að gera er að bræða sykurinn og hræra vel í og þegar sykurinn er bráðinn skal bæta smá matarsóda saman við. Efnahvörfin sem verða við blöndunina valda því að úr verður undurfagurt og bragðgott sælgæti. Ausið á pönnu og búið til mynstur með piparkökuformi. Skerið síðan út með nál ef þið viljið taka þetta á næsta stig.

Það eina sem þið þurfið er sykur, matarsódi og matarolía á pönnuna. Best er samt að nota olíusprey.

Takið tvær matskeiðar af sykri, bræðið í potti og hrærið í. Þegar bráðið skal bæta við örlitlum matarsóda. Steikið á pönnu.

mbl.is