Matarupplifun í Köben sem enginn má missa af

Það er einstök upplifun að hjóla um götur Kaupmannahafnar og …
Það er einstök upplifun að hjóla um götur Kaupmannahafnar og borða dýrindis mat í góðum félagsskap. mbl.is/Kay Bojesen

Ævintýraþyrstir matgæðingar sem sækjast eftir öðruvísi matarupplifun, munu elska kokkinn á hjólinu. Sem tekur þig með í ferðalag í stórborginni Kaupmannahöfn, þar sem bragðlaukarnir fara á flug.

Cykelkokken“, eða hjólakokkurinn er undir handleiðslu meistarakokksins Morten Kryger Wulff – en snjallari kokk á hjóli er erfitt að finna. Hér sameinar Morten matargerð, útivist og einstaka upplifun er hann tekur þig með í hjólatúr um heimsborgina - og stoppað er á vel völdum stöðum til að njóta í mat og drykk. Morten leggur áherslu á sjálfbærni og sköpun, þar sem hvorutveggja heppnast fullkomlega að okkar mati.

Cykelkokken eða hjólakokkurinn, matreiðir alla réttina á hjólinu sínu þar …
Cykelkokken eða hjólakokkurinn, matreiðir alla réttina á hjólinu sínu þar sem hann hefur útbúið lítið eldhús. mbl.is/Kay Bojesen

Hjólakokkurinn vinnur með árstíðarbundnum hráefnum, en hann segir jafnframt að matarupplifun sé mun meira en bara hráefnið á disknum – og það er nákvæmlega það sem hann býður gestunum sínum upp á. Það er eitthvað alveg einstakt við að setjast á hnakkinn og byrja að hjóla af stað um miðborg  Kaupmannahafnar, í halarófu á eftir kokkinum sem hýsir eldhúsið framan á hjólinu. Síðan er stoppað á fallegum stað og fyrsti bitinn er snæddur sem kokkurinn eldar undir berum himni á hjólinu sínu -  og það er hreint út sagt ótrúlegt hvernig hægt er að elda fyrir svo marga í einu á svona litlu plássi.

En hvað er innifalið? Jú, þér er skaffað hjól og boðið er upp á forrétt og drykk áður en lagt er af stað. Eins er boðið upp á þrjá aðalrétti og fylgir þeim einnig drykkur, þá bæði með eða án alkahóls. Því næst er boðið upp á eftirrétt og kaffi, og í lokin fá gestir vatn og bjór sem það vilja og tekur upplifunin um fjóran og hálfan tíma.

Maturinn er eins gúrme og þú getur ímyndað þér. Því má segja að hér sé verið að vinna með öll skilningarvitin er þú ferðast um göturnar í sannkallaðri sælkeraferð á hjólum. Og það besta er, að þessa upplifun má finna í rétt um þriggja tíma flugferð héðan frá Íslandi.

Hversu girnilegt!
Hversu girnilegt! mbl.is/Kay Bojesen
Morten Kryger Wulff er hjólakokkurinn.
Morten Kryger Wulff er hjólakokkurinn. mbl.is/Kay Bojesen
Stálbollarnir eru frá Kay Bojesen.
Stálbollarnir eru frá Kay Bojesen. mbl.is/Kay Bojesen
Súpudiskarnir eru einnig silfursmíði frá Kay Bojesen.
Súpudiskarnir eru einnig silfursmíði frá Kay Bojesen. mbl.is/Kay Bojesen
Geggjaðir gafflar, og henta fullkomlega fyrir ostrurnar.
Geggjaðir gafflar, og henta fullkomlega fyrir ostrurnar. mbl.is/Kay Bojesen
mbl.is/Kay Bojesen
mbl.is/Kay Bojesen
mbl.is/Kay Bojesen
mbl.is/Kay Bojesen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert