Rétturinn sem tekur enga stund að matreiða

Einfalt, hollt og bragðgott salat.
Einfalt, hollt og bragðgott salat. mbl.is/Mynd aðsend

Þjálfarinn og matgæðingurinn Anna Marta Ásgeirsdóttir deilir hér sáraeinfaldri uppskrift sem þú reiðir fram á örfáum mínútum. Hér ræðir um vegansalat sem þú getur fyllt með því grænmeti sem þú elskar, eða fylgt uppskriftinni sem er hér fyrir neðan. Einfalt og ofsalega gott!  

Rétturinn sem tekur enga stund að matreiða

  • Veganbuff frá Ellu Stínu
  • salat frá t.d. Vaxa
  • tómatur
  • rauð paprika
  • pestó og döðlumauk ANNA MARTA

Aðferð:

  1. Buffið er steikt á pönnu 5-7 mín. á hvorri hlið. 
  2. Grænmetið skorið niður eftir smekk.
  3. Öllum hráefnunum er skellt skál og blandað saman.
  4. Borið fram og borðað með góðri samvisku.
mbl.is