Snilldarleiðir til að nota töfrasvampinn

Töfrasvampurinn er sannkallað töfraefni og ætti að vera til á hverju heimili. Það vita samt ekki allir að svampurinn er í reynd ekki svampur heldur frauð gert úr melamíni. Það skal líka haft í huga að töfrasvampurinn er í reynd ekki göldróttur heldur er hann eins og örfínn sandpappír sem nuddar skítinn af. Því skal ætíð fara varlega með hann.

Hér eru nokkrar snilldarleiðir til að nota hann til að framkalla sannkallaða galdra. 

1. Fjarlægðu límleifar af krukkum og öðru. Það eina sem þú þarft að gera er að bleyta svampinn og nudda. Leifarnar hverfa eins og dögg fyrir sólu. 

2. Náðu erfiðum blettum. Hvort sem þið trúið því eða ekki er töfrasvampurinn algjört undraefni á bletti. Tómatsósublettir og jafnvel fitublettir hverfa þegar töfrasvampinum er nuddað rökum á þá. 

3. Þrífðu farsímann og skjái. Síminn verður nánast eins og nýr þegar töfrasvampinum er nuddað á símann. Rispur sjást síður og allt verður umtalsvert betra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert