Bjóða íslenskt lúxus kjöt á 50% afslætti

Hrefna Sætran
Hrefna Sætran SIGURDUR UNNAR RAGNARSSON

Grillmarkaðurinn hefur verið leiðandi í að hampa íslenskum framleiðendum og hefur kjötið þeirra frá Miðey hlotið mikið lof fyrir gæði. Nú ætla Hrefna Sætran og félagar að blása til sérstakra steikardaga þar sem kjöt frá Miðey verður á 50% afslætti

„Við höfum alla tíð lagt okkur fram við að kaupa íslenskt kjöt og þurft að hafa mikið fyrir því að fá gott kjöt. Sem betur fer hefur það þróast mikið undanfarið og Miðey með frábæra uppskrift að því hvernig á að rækta gott nautakjöt. Við erum eini veitingastaðurinn með kjöt frá Miðey og samstarfið hefur verið einstaklega gott. Við höldum því Miðeyjardaga til þess að vekja athygli á kjötinu og kynna því fyrir íslendingum,“ segir Hrefna Sætran og hvetur fólk til að bóka borð og tryggja sér sæti á þessum skemmtilega viðburði en jafnframt verður boðið upp á Zenato vín á sérstöku kynningarverði.

Dagarnir sem eru í boði eru 27. október, 3. nóvember og 10. nóvember.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is